Annie Mist tryggði sér sæti á heimsleikunum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 12:44 Annie Mist eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. Vísir/Getty Annie Mist Þórisdóttir tryggði sér í dag sæti á heimsleikunum í CrossFit með frábærum árangri á undanúrslitamóti í Berlín. Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira