Sport

Tvö Íslandsmet og tvö gull á Norðurlandamótinu í dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Irma Gunnarsdóttir bætti í dag tæplega 26 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki.
Irma Gunnarsdóttir bætti í dag tæplega 26 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki. FRÍ

Irma Gunnarsdóttir úr FH og Kolbeinn Hörður Gunnarsson settu bæði ný Íslandsmet á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í dag.

Irma bætti tæplega 26 ára gamalt Íslandsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur í þrístökki þegar hún stökk 13,40 metra. Met Sigríðar var 13,18 metrar og Irma átti alls þrjú stökk sem voru yfir gamla metinu.

Þá bætti Kolbeinn Hörður Gunnarsson eigið Íslandsmeit í 200 metra hlaupi er hann kom þriðji í mark á tímanum 20,91 sek. Fyrra met hans var 20,96 frá árinu 2017.

Guðni Valur Guðnason og Sindri Hrafn Guðmundsson urðu einnig Norðurlandameistarar í sínum greinum í dag. Guðni Valur varð Norðurlandameistari í kringlukasti karla með kasti upp á 63,41m og Sindri varð Norðurlandameistari í spjótkasti karla með kasti upp á 76,40, Æfingafélagi hans Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) varð annar með 75,38m.

Þá varð Daníel Ingi Egilsson úr FH Norðurlandameistari í þrístökki í gær er hann stökk 15,98 metra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.