Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 15:01 Biggi Maus hefur hafið sólóferilinn á nýjan leik. Kristín Anna Kristjánsdóttir. Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. „Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira