Sport

Sigríður Elín fyrsta konan sem er kjörin formaður Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir var kosin formaður Knattspyrnufélagsins Fram í gær.
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir var kosin formaður Knattspyrnufélagsins Fram í gær. Mannauður

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir var kosin formaður Knattspyrnufélagsins Fram þegar aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram fór fram í gær.

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir var þar með fyrsta konan sem kjörin er formaður Knattspyrnufélagsins Fram í 115 ára sögu þess. Sannarlega söguleg stund í sögu Fram.

Aðrir sem tóku sæti í aðalstjórn Fram eru: Auður Geirsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Hallgrímur Friðgeirsson, Knútur Hauksson, Kristinn Steinn Traustason, Sverrir Benonýsson og Þorbjörg Gunnarsdóttir.

Sigurði Inga Tómassyni fráfarandi formanni voru þökkuð frábær störf í þágu Fram en hann hefur verið formaður aðalstjórnar síðan 2016. Þrír stjórnarmenn gengu úr stjórn en það voru þeir Albert Jónsson, Sigurður Baldursson og Þórir Jóhannsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×