Innlent

Sund­garpar varaðir við skólpi í sjó

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá sjósundi í Nauthólsvík.
Frá sjósundi í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm

Veitur vara sjósundsfólk við því að á morgun og hinn muni skólp fara í sjó við Skeljanes og Faxaskjól á meðan prófun stendur yfir á búnaði í dælustöðvum og neyðarlúgur verða opnaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Segir þar að um sé að ræða nauðsynleg próf á búnaði í dælustöðvunum á morgun og hinn. Verða prófanirnar í gangi frá klukkan 10-15 og er sú fyrsta á Skeljanesi á morgun.

Segja Veitur að ekki verði hægt að segja nákvæmlega klukkan hvað neyðarlúgurnar verði opnaðar. Það verði þó innan tímans sem uppgefinn er.

Segir ennfremur í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir því að losunin verði óveruleg. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og segjast Veitur ætla að upplýsa almenning um stöðuna.

Prófunin mun fara fram á eftirfarandi tímum: 

9. maí kl. 10-15: Dælustöðin við Skeljanes

10. maí kl. 10-15: Dælustöðin við Faxaskjól



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×