Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2023 07:32 Eva sakar Eddu um ritstuld. Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva. MeToo Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva.
MeToo Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira