Utan vallar: Að falla [næstum] fyrir aprílgabbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 12:00 Hinn skrautlegi Peter Wright er ekki að koma til Íslands. Luke Walker/Getty Images Að vinna sem blaðamaður er í senn skemmtilegt og spennandi en getur þó einnig verið vandræðalegt þegar spurt er að vitlausum hlut eða misskilningur á sér stað. Þá eru dagar eins og 1. apríl sérstaklega erfiðir blaðamönnum. Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot Pílukast Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Sjá meira
Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot
Pílukast Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Sjá meira