Sport

Dag­bjartur Daði einum senti­metra frá fyrsta sætinu á Evrópu­bikarkast­móti í Portúal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dagbjartur Daði náði góðum árangri í Portúgal.
Dagbjartur Daði náði góðum árangri í Portúgal. Facebooksíða FRÍ

Evrópubikarkastmótið fór fram í Leria í Portúgal í gær og í dag og voru alls fimm íslenskir keppendur sem tóku þátt.

Evrópubikarkastmótið í frjálsum íþróttum fer fram í Leria í Portúgal nú um helgina en fimm Íslendingar taka þátt í mótinu.

Dagbjartur Daði Jónsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann keppti í spjótkasti. Dagbjartur Daði hafnaði í öðru sæti keppninnar og var aðeins einum sentimetra frá fyrsta sætinu. Hann kastaði 78.56 metra en á best 79.29. Heimamaðurinn Leandro Ramos vann með kasti upp á 78.57.

Guðni Valur Guðnason og Mímir Sigurðsson kepptu í A-hópi í kringlukasti. Guðni Valur náði aðeins einu gildu kasti en hann kastaði kringunni þá 60.89 metra. Mímir náði hins vegar öllum sínum köstum gildum en það lengsta var 55.44 metrar.

Guðni Valur endaði í 10. sæti en Mímir í 15. sæti. Íslandsmet Guðna er 69.35 metrar en það setti hann árið 2020. Sigurvegari í kringlukastkeppninni var Slóveninn Kristjan Ceh sem kastaði 68.30 en Ceh er ríkjandi heimsmeistari í greininni.

Vigdís Jónsdóttir keppti í B-hóp sleggjukasti. Hún náði sínu lengsta kasti í fyrstu tilraun þegar hún kastaði sleggjunni 62.42 metra en það er besti árangur hennar á tímabilinu. Hún lenti í 10. sæti en sigurvegari þeirrar keppni var Charlotte Payne sem kastaði 68.89 metra.

Hilmar Örn Jónsson keppti í A-hóp í sleggjukasti og endaði í 13. sæti. Hann kastði lengst 69.27 metra en hann á sjálfur Íslandsmetið sem er 77.10 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×