Innlent

Ráð­herra ræðir lax­eldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við atvinnuvegaráðherra um fyrirhugað laxeldi í mjóafirði sem nú virðist hilla undir.

Ráðherran tilkynnti um það á Sjávarútvegsdeginum sem fram fór í gær að hún hafi beint því til Hafrannsóknarstofnunar að gera burðarþolsmat í firðinum svo hægt verði að ráðast í útboð.

Einnig fjöllum við um mál lögmannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi og við ræðum við lögmann hans sem hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum. 

Að auki verður rætt við yfirlækni SÁÁ sem segir merki um að dregið hafi úr notkun sprautunála hjá þeim sem nota fíkniefni.

Í íþróttapakkanum verður svo hitað upp fyrir fyrsta leik kvennalandsliðsins í handbolta á HM sem hefst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×