Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 17:15 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, getur loksins farið að starfa sem slíkur hér á landi. vísir/stefán Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. „Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun. Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira