Þekktu efnin enn þau vinsælustu Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 13:00 Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. Fréttastofa hefur í vikunni fjallað um mikla aukningu í fíkniefnainnflutningi en lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei lagt hald á jafn mikið magn fíkniefna og í ár. Þá er gríðarleg fjölgun í stórfelldum fíkniefnamálum tengdum komum Norrænu til Seyðisfjarðar. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði hefur sérstaklega tekið eftir fjölgun nýgeðvirkra efna, eða falsaðra fíkniefna, svo sem Nitazene. Fleiri noti ketamín Hvort þetta þýði að fíkniefni streymi í meira magni til landsins eða hvort aðgerðir lögreglu séu að skila meiri árangri en áður skal ósagt látið. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir þá sem leiti á Vog oftast nota bara þau efni sem bjóðast hverju sinni. Fleiri séu farnir að nota ketamín. „Þeir sem leita til meðferðar eru meira að nota örvandi vímuefni, róandi lyf, áfengi og kannabis heldur en ópíóíða. Þeir eru færri með ópíóíðafíkn heldur en fíkn í hin efnin. Amfetamín og kókaín hafa átt vinninginn í ólöglegri vímuefnaneyslu mjög lengi og það er enn þannig,“ segir Valgerður. Vilja valda minni skaða Eitt jákvætt sem SÁÁ hefur tekið eftir er að talsvert færri sprauta sig í æð. „Þó að það séu enn talsvert margir. Því fylgir mjög mikil lífshætta að sprauta sig í æð þannig ef neyslan getur breyst frá því og yfir í aðra tegund neyslu er það skárra. Allt sem vinnur að því að minnka neyslu er auðvitað betra og veldur minni skaða,“ segir Valgerður. Götuverð breytist lítið Þá haldi sú þróun áfram að færri yngri en 25 ára leiti á Vog sem sé líklegast afrakstur mikils forvarnarstarfs. Götuverð fíkniefna hefur lítið breyst síðustu ár. „Þannig það er örugglega betra aðgengi að vímuefnum hvað varðar verð en fyrir nokkrum árum síðan. Það eru engar sviptingar, þetta er greinilega mjög stabílt. Sem þýðir að það er nægt framboð,“ segir Valgerður. Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Fréttastofa hefur í vikunni fjallað um mikla aukningu í fíkniefnainnflutningi en lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei lagt hald á jafn mikið magn fíkniefna og í ár. Þá er gríðarleg fjölgun í stórfelldum fíkniefnamálum tengdum komum Norrænu til Seyðisfjarðar. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði hefur sérstaklega tekið eftir fjölgun nýgeðvirkra efna, eða falsaðra fíkniefna, svo sem Nitazene. Fleiri noti ketamín Hvort þetta þýði að fíkniefni streymi í meira magni til landsins eða hvort aðgerðir lögreglu séu að skila meiri árangri en áður skal ósagt látið. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir þá sem leiti á Vog oftast nota bara þau efni sem bjóðast hverju sinni. Fleiri séu farnir að nota ketamín. „Þeir sem leita til meðferðar eru meira að nota örvandi vímuefni, róandi lyf, áfengi og kannabis heldur en ópíóíða. Þeir eru færri með ópíóíðafíkn heldur en fíkn í hin efnin. Amfetamín og kókaín hafa átt vinninginn í ólöglegri vímuefnaneyslu mjög lengi og það er enn þannig,“ segir Valgerður. Vilja valda minni skaða Eitt jákvætt sem SÁÁ hefur tekið eftir er að talsvert færri sprauta sig í æð. „Þó að það séu enn talsvert margir. Því fylgir mjög mikil lífshætta að sprauta sig í æð þannig ef neyslan getur breyst frá því og yfir í aðra tegund neyslu er það skárra. Allt sem vinnur að því að minnka neyslu er auðvitað betra og veldur minni skaða,“ segir Valgerður. Götuverð breytist lítið Þá haldi sú þróun áfram að færri yngri en 25 ára leiti á Vog sem sé líklegast afrakstur mikils forvarnarstarfs. Götuverð fíkniefna hefur lítið breyst síðustu ár. „Þannig það er örugglega betra aðgengi að vímuefnum hvað varðar verð en fyrir nokkrum árum síðan. Það eru engar sviptingar, þetta er greinilega mjög stabílt. Sem þýðir að það er nægt framboð,“ segir Valgerður.
Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira