Fyrsti Íslendingurinn á skólastyrk í 52 ár ætlar alla leið í NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 09:01 Bjartur Eldur Þórsson. Vísir/Sigurjón Hinn 19 ára gamli Bjartur Eldur Þórsson er á leið til Bandaríkjanna að spila amerískan fótbolta á skólastyrk, fyrstur Íslendinga. Hann stefnir hátt í íþróttinni. Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr. NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr.
NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01