Fyrsti Íslendingurinn á skólastyrk í 52 ár ætlar alla leið í NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 09:01 Bjartur Eldur Þórsson. Vísir/Sigurjón Hinn 19 ára gamli Bjartur Eldur Þórsson er á leið til Bandaríkjanna að spila amerískan fótbolta á skólastyrk, fyrstur Íslendinga. Hann stefnir hátt í íþróttinni. Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr. NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ „Eiginlega meiri gleði heldur en að vinna sjálfur“ „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Sjá meira
Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr.
NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ „Eiginlega meiri gleði heldur en að vinna sjálfur“ „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Sjá meira
Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01