Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2023 22:00 Einar Einarsson á Syðra-Skörðugildi í Skagafirði er formaður loðdýradeildar Bændasamtaka Íslands. Baldur Hrafnkell Jónsson Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Mikil fækkun loðdýrabúa í landinu á undanförnum árum endurspeglar í raun hrun í greininni, þau voru yfir tuttugu talsins fyrir áratug, en núna eru aðeins níu minkabú eftir hérlendis. Eitt stærsta búið er á Syðra-Skörðugildi í Skagafirði og þar býr formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna, Einar Einarsson. Einar segir að frá árinu 2016 hafi verið mikill taprekstur og þegar covid-heimsfaraldurinn skall á fyrir þremur árum hafi skinn nánast hætt að seljast. Íslensk minkaskinn frá Syðra-Skörðugili.Baldur Hrafnkell Jónsson En núna segir Einar að skinnauppboð í Kaupmannahöfn í vikunni hafi fært loðdýrabændum jákvæðari tíðindi en þeir hafi heyrt um langt skeið. Öll skinn hafi selst upp á öllum uppboðsdögum og meðalverð hækkað um tólf prósent milli ára í dönskum krónum, sem geri fimmtán til átján prósenta hækkun í íslenskum krónum. Einar segir hækkunina þó ekki duga, hún hefði þurft að vera meiri, en það að öll skinn skyldu hafa selst gefi von og sýni að atvinnulífið í kringum greinina sé komið aftur af stað eftir covid. Tiltölulega fá íslensk skinn af eldri birgðum voru þó boðin upp í Kaupmannahöfn. Íslenskir loðdýrabændur bíða spenntari eftir uppboði í Finnlandi í næstu viku en þar verður stærsti hluti íslenskra minkaskinna af framleiðslu síðasta árs boðinn upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðdýrarækt Landbúnaður Skagafjörður Tengdar fréttir Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. desember 2022 09:38 Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. 19. mars 2019 10:36 Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn eigi eftir að rétta úr kútnum. 22. júlí 2018 21:30 Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Mikil fækkun loðdýrabúa í landinu á undanförnum árum endurspeglar í raun hrun í greininni, þau voru yfir tuttugu talsins fyrir áratug, en núna eru aðeins níu minkabú eftir hérlendis. Eitt stærsta búið er á Syðra-Skörðugildi í Skagafirði og þar býr formaður loðdýradeildar Bændasamtakanna, Einar Einarsson. Einar segir að frá árinu 2016 hafi verið mikill taprekstur og þegar covid-heimsfaraldurinn skall á fyrir þremur árum hafi skinn nánast hætt að seljast. Íslensk minkaskinn frá Syðra-Skörðugili.Baldur Hrafnkell Jónsson En núna segir Einar að skinnauppboð í Kaupmannahöfn í vikunni hafi fært loðdýrabændum jákvæðari tíðindi en þeir hafi heyrt um langt skeið. Öll skinn hafi selst upp á öllum uppboðsdögum og meðalverð hækkað um tólf prósent milli ára í dönskum krónum, sem geri fimmtán til átján prósenta hækkun í íslenskum krónum. Einar segir hækkunina þó ekki duga, hún hefði þurft að vera meiri, en það að öll skinn skyldu hafa selst gefi von og sýni að atvinnulífið í kringum greinina sé komið aftur af stað eftir covid. Tiltölulega fá íslensk skinn af eldri birgðum voru þó boðin upp í Kaupmannahöfn. Íslenskir loðdýrabændur bíða spenntari eftir uppboði í Finnlandi í næstu viku en þar verður stærsti hluti íslenskra minkaskinna af framleiðslu síðasta árs boðinn upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðdýrarækt Landbúnaður Skagafjörður Tengdar fréttir Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. desember 2022 09:38 Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. 19. mars 2019 10:36 Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn eigi eftir að rétta úr kútnum. 22. júlí 2018 21:30 Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. desember 2022 09:38
Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. 19. mars 2019 10:36
Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00
Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn eigi eftir að rétta úr kútnum. 22. júlí 2018 21:30
Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15