Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:36 Þrettán loðdýrabú eru nú starfrækt á Íslandi. Þau voru flest um 240 talsins á níunda áratug síðustu aldar. Vísir/Magnús Hlynur Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. Ef marka má úttekt Hagstofunnnar voru að jafnaði um 40 loðdýrabú í rekstri á árunum 2008 til 2014 og voru sameiginlegar rekstrarniðurstöður þeirra réttu megin við núllið á þessu tímabili. Þau hafa hins vegar verið rekin með tapi á árunum 2014 til 2017 og tap þeirra nam um 150 milljónum króna í lok tímabilsins. „Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%),“ eins og segir í útlistun Hagstofunnar.hagstofanSamhliða taprekstrinum fækkaði loðdýrabúum hratt. Þau voru um 30 talsins árið 2017 en hefur fækkað um rúman helming síðan. Greint var frá því í desember síðastliðnum að þau væru nú 13 talsins. Til samanburðar má nefna að á hátindi loðdýraræktar á Íslandi, á níunda áratug síðustu aldar, var fjöldi búa um 240. Þessi þróun var rakin til lægra verðs á minnkaskinnum í Bændablaðinu undir lok síðasta árs. Væri nú svo komið að um helmingi minna fengist fyrir hvert skinn en það kostar að framleiða það. Veiking krónunnar hafi þó hlaupið undir bagga með loðdýrabændum, sem engu að síður telja sig þurfa að njóta ríkisaðstoðar ef loðdýrarækt á ekki að leggjast af í landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við loðdýrabónda i nóvember síðastliðnum, viðtal hans má sjá hér að neðan. Landbúnaður Tengdar fréttir Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. Ef marka má úttekt Hagstofunnnar voru að jafnaði um 40 loðdýrabú í rekstri á árunum 2008 til 2014 og voru sameiginlegar rekstrarniðurstöður þeirra réttu megin við núllið á þessu tímabili. Þau hafa hins vegar verið rekin með tapi á árunum 2014 til 2017 og tap þeirra nam um 150 milljónum króna í lok tímabilsins. „Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%),“ eins og segir í útlistun Hagstofunnar.hagstofanSamhliða taprekstrinum fækkaði loðdýrabúum hratt. Þau voru um 30 talsins árið 2017 en hefur fækkað um rúman helming síðan. Greint var frá því í desember síðastliðnum að þau væru nú 13 talsins. Til samanburðar má nefna að á hátindi loðdýraræktar á Íslandi, á níunda áratug síðustu aldar, var fjöldi búa um 240. Þessi þróun var rakin til lægra verðs á minnkaskinnum í Bændablaðinu undir lok síðasta árs. Væri nú svo komið að um helmingi minna fengist fyrir hvert skinn en það kostar að framleiða það. Veiking krónunnar hafi þó hlaupið undir bagga með loðdýrabændum, sem engu að síður telja sig þurfa að njóta ríkisaðstoðar ef loðdýrarækt á ekki að leggjast af í landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við loðdýrabónda i nóvember síðastliðnum, viðtal hans má sjá hér að neðan.
Landbúnaður Tengdar fréttir Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00