Sport

Bætti heimsmet sem var sett átján árum áður en hún fæddist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Femke Bol fagnar nýju heimsmeti sínu í 400 metra hlaupi.
Femke Bol fagnar nýju heimsmeti sínu í 400 metra hlaupi. Getty/Patrick Goosen

Hollendingurinn Femke Bol setti nýtt glæsilegt heimsmet í 400 metra hlaupi innanhúss á hollenska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina.

Bol kom í mark á 49,26 sekúndum og bætti gamla heimsmetið um 33 hundraðshluta úr sekúndu.

Þetta var líka orðið mjög gamalt met því metið átti áður hin tékkneska Jarmila Kratochvilova og setti hún það fyrir fjörutíu árum síðan.

Kratochvilova setti það nefnilega í marsmánuði 1982 þegar hún kom í mark á 49,59 sekúndum.

Heimsmetið var því sett átján árum áður en Femke Bol fæddist. Hún er nefnilega bara 22 ára gömul.

„Ég var að vonast til þess að ná að bæta heimsmetið en eins og með margt í þessu lífi þá vonast maður eftir mörgu sem ekkert verður síðan úr,“ sagði Femke Bol við World Atheltics.

Bol hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum en hún á einnig heimsmetið í 300 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×