Sport

Nítján ára hjólreiðakona lést

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Estela Domínguez var að feta í fótspor föðurs síns með að keppa í hjólreiðum.
Estela Domínguez var að feta í fótspor föðurs síns með að keppa í hjólreiðum. Instagram/@esteladvn_

Spænska hjólreiðakonan Estela Domínguez lést í gær eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á æfingu.

Domínguez var aðeins nítján ára gömul og þótti mikið efni í íþróttinni.

Samkvæmt fréttum frá Spáni þá blindaðist ökumaður vörubílsins af sólinni og sá ekki hjólreiðakonuna.

Spænska hjólreiðasambandið staðfesti þessar hryllilegu fréttir og vottaði öllum vinum og vandamönnum samúð sína.

„Mikil sorg í hjólreiðasamfélaginu á Spáni. Berið alltaf virðingu fyrir hjólreiðafólki á vegunum,“ skrifaði spænska hjólreiðasambandi á Twitter síðu sína.

Estela Domínguez þótti mikið efni en hún var í sjöunda sæti í landskeppninni í ár. Hún var líka dóttir spænska hjólreiðamannsins Juan Carlos Domínguez sem gerði það gott í ítölsku hjólreiðakeppninni, Giro d'Italia, á tíunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×