Tónlist

Kosning fyrir Hlust­enda­verð­­­­launin 2023 er hafin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin hófst í dag.
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin hófst í dag. Vísir

Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu.

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.

Í ár er kynntur til leiks nýr verðlaunaflokkur, Lagahöfundur ársins. Nánari upplýsingar um lagahöfundana og lögin sem þeir eru tilnefndir fyrir má finna neðar í fréttinni. 

Glæsileg dagskrá verður á hátíðinni sjálfri þar sem úrslit kosningarinnar verða kynnt og sigurvegarar verðlaunaðir í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 17. mars.Þá er komið að því. Hvað skaraði fram úr á síðasta ári? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan en tekið er á móti atkvæðum til hádegis 23. febrúar. Fyrir neðan kosninguna er hægt að skoða tilnefningarnar nánar og einnig horfa á þau tónlistarmyndbönd sem tilnefnd eru sem Myndband ársins.

Lag ársins

  • Dýrð í dauðaþögn - Bríet
  • Upp á rönd - Hjálmar og GDRN
  • Bleikur og Blár - Friðrik Dór
  • Emmsjé Gauti - Klisja
  • Lengi lifum við - Jón Jónsson
  • Ástin heldur Vöku - Júlí Heiðar
  • Bye bye honey - Superserious
  • Aumingja þuríður - Ólafur Kram

Flytjandi ársins

  • GDRN
  • Systur
  • Bríet
  • Friðrik Dór
  • Emmsje Gauti
  • Júlí Heiðar
  • Skálmöld
  • Dr Gunni

Söngkona ársins

  • Sigrún Stella
  • Stefanía Svavars
  • Bríet
  • GDRN
  • Klara Elias
  • Karen Ósk
  • Margrét Rán
  • Brynhildur Karls

Söngvari ársins

  • Friðrik Dór
  • Krummi
  • Jónas Sig
  • Ásgeir Trausti
  • Aron Can
  • Júlí Heiðar
  • Birgir Hansen
  • Júníus Meyvant

Plata ársins

  • Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn 10 ára / Time on my hands
  • Gdrn og Magnús Jóhann - 10 íslensk sönglög
  • Vök - Vök
  • Júníus Meyvant - Guru
  • Jói P - Fram í rauðan dauðann
  • Friðrik Dór - Dætur
  • Kvikindi - Ungfrú Ísland
  • Snorri Helgason - Víðihlíð

Nýliði ársins

  • Árný Margrét
  • Silja Rós
  • Una Torfa
  • Elín Hall
  • Daniil
  • Stefán Óli
  • Kvikindi
  • Ormar

Myndband ársins

Bríet - Cold feet


Ásgeir Trausti - Borderline


Gus Gus - Bolero


BJÖRK - Sorrowful soil

Klippa: Björk - Sorrowful Soil


Klara Elias - Eyjanótt

Daughters of Reykjavík - Turn this around


BSÍ - Jelly Belly

Klippa: BSÍ Jelly Belly

Blazroca og Egill Ólafs - Slaki Babarinn


Lagahöfundur ársins

  • Bubbi, fyrir lögin Tárin falla hægt, Ennþá er tími, Ertu góður og Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu).
  • Friðrik dór og Pálmi Ragnar fyrir Bleikur og Blár, Friðrik Dór og Þormóður fyrir Þú. 
  • Klara Elias, Alma og James Wong, fyrir lagið Eyjanótt.
  • Gauti Þeyr Másson og Þormóður, fyrir lagið Klisja.
  • Bríet og Pálmi Ragnar, fyrir lagið Flugdreki.
  • Hjálmar og GDRN, fyrir lagið Upp á rönd.
  • Björn Jörundur, fyrir lagið Reiknaðu með mér.
  • Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, fyrir lagið Með hækkandi sól.
  • Reykjavíkurdætur, fyrir lagið Tökum af stað.
  • Margrét Rán Magnúsdóttir (VÖK) Something Bad, No coffe at a funeral og Lost in the weekend.


Hlustendaverðlaun Bylgjunnar, FM957 og X977 2023 eru í samstarfi við ON og Gull léttöl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×