Segir NHL „hrækja framan í“ úkraínsk börn Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 09:01 Alexander Ovechkin, sem er leikmaður Washington Capitals, og Sergei sonur hans fengu sviðsljósið í hæfileikakeppni stjörnuleiks NHL-deildarinnar. Getty/Eliot J. Schechter Tékkneska markmannsgoðsögnin Dominik Hasek hraunaði yfir bandarísku NHL-deildina í íshokkí og framkvæmdastjóra hennar, Gary Bettman, eftir sviðsljósið sem Rússinn Alexander Ovechkin og sonur hans fengu á stjörnuleik NHL. Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Stjörnuleikur NHL-deildarinnar fer fram árlega og hluti af skemmtuninni er að sjá stjörnur deildarinnar keppa um hver sé fljótastur á svellinu, skjóti hraðast og fleira. Það sem reitti Hasek til reiði var hins vegar þegar Ovechkin, sem er dyggur stuðningsmaður Vladimirs Pútín, kom inn á svellið með fjögurra ára son sinn, Sergei, í hæfileikakeppninni og strákurinn fékk að skora við fögnuð áhorfenda. „NHL og Gary Bettman verða að svara til saka fyrir þetta viðbjóðslega atriði,“ skrifaði Hasek meðal annars á Twitter. Dyggur stuðningsmaður Pútíns Ástæðan er samband Ovechkin við Pútín, forseta Rússlands. Ovechkin hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður Pútíns og enn í dag, ári eftir innrás Rússa í Úkraínu, er hann með mynd af sér og Pútín saman sem aðalmynd á Instagram-síðu sinni. „Hann er forsetinn minn. En ég er ekki stjórnmálamaður, ég er íþróttamaður, og vonandi lýkur þessu fljótt. Þetta er erfið staða fyrir báða aðila,“ sagði Ovechkin skömmu eftir að innrás Rússa hófst í fyrra. Í þessu ljósi var Hasek því síður en svo skemmt við að sjá Ovechkin-feðgana fá alla athyglina í stjörnuleiknum. „NHL-deildin er komin niður á botninn. Það að leyfa syni Ovechkin að sýna sig á ísnum í NHL stjörnuleiknum er eins og að hrækja framan í andlit 500 látinna, úkraínskra barna, þúsunda slasaðra og tugþúsunda úkraínskra barna sem numin hafa verið á brott,“ skrifaði Hasek. The @NHL has sunk to rock bottom! Letting Ovechkin's son perform on the ice at the NHL All-Star is spitting in the face of approximately 500 killed, thousands injured and tens of thousands of kidnapped Ukrainian children. The NHL and Gary Bettman must pay for this heinous act! pic.twitter.com/XiiuP8dA8Z— Dominik Hasek (@hasek_dominik) February 4, 2023
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira