Þetta sagði Bortniczuk í kjölfar þess að Pólland, Litháen, Eistland og Lettland neituðu í sameiningu áformum Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að taka þátt á Ólympíuleikunum á næsta ári. Úkraína hefur hótað því að sniðganga leikana ef Rússar og Hvít-Rússar fá þátttökurétt.
BREAKING :#BNNPoland Reports
— Gurbaksh Singh Chahal (@gchahal) February 2, 2023
According to Kamil Bortniczuk, minister of sport and tourism for Poland, up to 40 nations could boycott the upcoming Olympic Games, rendering the entire tournament meaningless.#olympics #poland #Paris pic.twitter.com/KiIaqwhM8F
Bortniczuk segist hafa trú á því að hægt sé að mynda bandalag allt að fjörutíu þjóða sem myndu vilja koma í veg fyrir áform IOC. Hann telur að Bretland, Bandaríkin og Kanada séu meðal þessara fjörutíu þjóða og að hægt sé að koma í veg fyrir þessi áform áður en nefndin hittist þann 10. febrúar næstkomandi.
„Vegna þessa tel ég ekki að við þurfum að taka neinar erfiðar ákvarðanir áður en Ólympíuleikarnir hefjast,“ sagði Bortniczuk.
„Ef að við myndum sniðganga leikana verður bandalagið nægilega stórt til að gera leikana tilgangslausa.“