Lífið samstarf

Bæta kynlífið með dáleiðslu

Hugarefling
Jón Víðis Jakobsson, einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari dáleiðsluskólans Hugareflingar segir dáleiðslu auka næmni.
Jón Víðis Jakobsson, einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari dáleiðsluskólans Hugareflingar segir dáleiðslu auka næmni.

„Með dáleiðslu getur fólk aukið næmni allra skynfæra. Við eigum auðveldara með að finna, heyra og sjá og njótum þar af leiðandi kynlífs betur, upplifunin verður meiri,“ útskýrir Jón Víðis Jakobsson, einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari dáleiðsluskólans Hugareflingar.

Hann segir dáleiðslu gagnast á ólíkum sviðum lífsins. „Dáleiðsla hjálpar okkur að betra okkur á öllum sviðum er varða huglægt atgervi. Þegar við erum í dáleiðsluástandi eigum við auðveldara með að einbeita okkur. Við heyrum betur, þ.e. við greinum betur það sem við heyrum og getum útilokað suðið í kring. Það er eins með sjónina, við einbeitum okkur að því sem við horfum á. Öll næmni eykst og þetta gerir það að verkum að við getum notið kynlífs betur,“ segir Jón.

Bæta árangur með dáleiðslu

„Dáleiðsla nýtist okkur að sjálfsögðu ekki einungis í kynlífi heldur getum við með dáleiðslu orðið besta útgáfan af okkur sjálfum á mörgum sviðum lífsins.

 Við eigum auðveldara með að einbeita okkur að því sem við þurfum að gera, hvort sem það er í vinnunni, að ná betri árangri í prófum eða breyta rótgrónum vana. 

Dáleiðsla hefur til dæmis hjálpað mörgum að hætta að reykja og ná tökum á hömluleysi gagnvart mat.

Þá hefur dáleiðsla hjálpað mörgum sem glíma við kvíða og þunglyndi. Ég hef náð miklum árangri með einstaklingum sem eiga við andlega vanlíðan að etja, því dáleiðsla hjálpar fólki að ná stjórn svo það á auðveldara með að vinna úr ýmsum atriðum,“ útskýrir Jón.

Nám í dáleiðslu að hefjast

Í dáleiðslunámi Hugareflingar lærir fólk sjálfsdáleiðslu og að dáleiða aðra. Námið hefst 11. febrúar og er skráning í fullum gangi á slóðinni dáleiðslunám.is.

„Þann ellefta febrúar hefst dáleiðslunámið, sem ber heitið Lærðu að dáleiða. Það nær yfir fjórar helgar, kennt er á laugardögum og sunnudögum. Þar lærir fólk dáleiðslu til að verða besta útgáfan af sjálfu sér og öðlast einnig færni til þess að dáleiða aðra. Þátttakendur geta því aukið atvinnumöguleika sína með því að læra dáleiðslu og ef fólk lýkur einnig seinni hluta námsins sem kallast Meðferðardáleiðsla, öðlast það alþjóðleg réttindi,“ segir Jón.

„Í nútímasamfélagi hefur það aukist mjög að fólk leiti til dáleiðara til að fá aðstoð varðandi eitthvað sem það vill breyta í lífi sínu eða ná tökum á og eru atvinnumöguleikar dáleiðara því miklir. 

Það ættu allir að geta tileinkað sér þá færni sem við kennum á námskeiðunum og ég tek skýrt fram að hjá Hugareflingu göngum við úr skugga um að fólk kunni að dáleiða áður en það útskrifast.“

Nánari upplýsingar er að finna á dáleiðslunám.is

Hugarefling verður með opið hús á laugardaginn 4. febrúar að Stórhöfða 21, 2. hæð, frá kl. 14-16.  Þar fer fram kynning á dáleiðslunáminu og boðið verður upp á hópdáleiðslu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.