Íslenski boltinn

Valur fær þýska Hönnu frá ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hanna Kallmaier var stundum fyrirliði ÍBV meðan hún lék með liðinu.
Hanna Kallmaier var stundum fyrirliði ÍBV meðan hún lék með liðinu. vísir/bára

Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa fengið þýska miðjumanninn Hönnu Kallmaier frá ÍBV. Hún skrifaði undir eins árs samning við Val.

Hanna, sem er 28 ára, lék með ÍBV í þrjú ár. Á þeim tíma spilaði hún 50 deildarleiki af 54 mögulegum og skoraði fjögur mörk.

Auk Hönnu hefur Valur fengið framherjann Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur frá Aftureldingu.

Elín Metta Jensen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hafa hins vegar lagt skóna á hilluna og óvíst er hvort Mist Edvardsdóttir snýr aftur á völlinn en hún sleit krossband undir lok síðasta tímabils.

Valur mætir Þrótti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á sunnudaginn. Valur hefur svo leik í Lengjubikarnum gegn Selfossi 11. febrúar. Fyrsti leikur Vals í Bestu deildinni er síðan gegn Breiðabliki 25. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×