Sport

Zelensky sendi Macron bréf vegna Ólympíuleikanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Volodymyr Zelenskyy og Emmanuel Macron ræða hér saman við fjölmiðla.
Volodymyr Zelenskyy og Emmanuel Macron ræða hér saman við fjölmiðla. Getty/Pavlo Bagmut

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, heldur áfram að berjast fyrir því að Rússar fái ekki að taka þátt í Sumarólympíuleikunum í París árið 2024.

Alþjóða Ólympíunefndin lýsti því yfir í síðustu viku að hún ætlaði að leita allra leiða til að leyfa rússneskum keppendum að keppa á leikunum og þá undir hlutlausum fána. Þessi tilkynning fór mjög illa í marga og þeirra á meðal úkraínska forsetann.

Í daglegu ávarpi sínu í gær þá lét hann þau orð falla að ef að Rússar fengju að taka þátt á ÓL í París þá væri það eins og að samþykkja hryðjuverk.

Zelenskyj sagði jafnframt að hann hafi skrifað Emmanuel Macron, forseta Frakklands, bréf þar sem hann vakti athygli á málinu og biðlaði til Frakka til að hjálpa sér við að koma í veg fyrir þátttöku Rússa.

Úkraína hefur hótað að sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári ef rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.