Alþjóða Ólympíunefndin lýsti því yfir í síðustu viku að hún ætlaði að leita allra leiða til að leyfa rússneskum keppendum að keppa á leikunum og þá undir hlutlausum fána. Þessi tilkynning fór mjög illa í marga og þeirra á meðal úkraínska forsetann.
Zelenskyj har kontaktet Macron igjen med OL-bekymring https://t.co/uM887NzwfO
— VG Sporten (@vgsporten) January 30, 2023
Í daglegu ávarpi sínu í gær þá lét hann þau orð falla að ef að Rússar fengju að taka þátt á ÓL í París þá væri það eins og að samþykkja hryðjuverk.
Zelenskyj sagði jafnframt að hann hafi skrifað Emmanuel Macron, forseta Frakklands, bréf þar sem hann vakti athygli á málinu og biðlaði til Frakka til að hjálpa sér við að koma í veg fyrir þátttöku Rússa.
Úkraína hefur hótað að sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári ef rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum.