Síðasta föstudag tók keppnin óvæntan snúning þegar tilkynnt var að það yrði ekki aðeins einn keppandi sendur heim, heldur tveir. Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í símakosningu, en að lokum voru það Þórhildur og Ninja sem voru sendar heim.
Í kvöld söng Guðjón Smári lagið You Know My Name úr kvikmyndinni Casino Royal. Næstur kom Kjalar og söng lagið Can't Take My Eyes of You úr myndinni 10 Things I Hate About You. Þriðji keppandi var Saga Matthildur og hún tók lagið Skyfall úr samnefndri kvikmynd. Bía söng lag eftir Whitney Huston: I Have Nothing úr myndinni The Bodyguard. Loks steig Símon Grétar á stokk með lagið We All Die Young úr myndinni Rockstar.
*Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt kvöldsins - ekki lesa lengra.*
Kjalar og Guðjón Smári lentu í tveimur neðstu sætunum. Sá sem laut í lægra haldi var Guðjón Smári, sem söng lagið You Know My Name. Hann var því sendur heim að kvöldinu loknu.
„Þetta er búið að vera æðislegt. Maður bjóst ekki við því að komast í live-showið. Ég nennti hvort sem er ekkert að vera hérna,“ sagði Guðjón Smári, þakklátur en brattur, þegar búið var að tilkynna úrslitin.