Alþjóðaólympíunefndin vill að Rússar fái að taka þátt í París á næsta ári Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 07:01 Á vetrarólympíuleikunum á síðasta ári kepptu Rússar undir fána rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslis. Vísir/Getty Á stjórnarfundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær lýsti nefndin því yfir að hún vilji að íþróttamenn frá Rússlandi fái að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári sem hlutlausir keppendur. Alþjóðaólympíunefndin fundaði í gær og meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins voru þátttökumöguleikar rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Kallað hefur verið eftir því að þeim verði meinuð þátttaka vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, er meðal þeirra sem sagt hefur að rússneskir íþróttamenn ættu ekki að fá að taka þátt en Alþjóðaólympíunefndin hefur nú lýst yfir að hún stefni að því að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að keppa undir hlutlausum fána. The International Olympic Committee says it wants Russians to compete at the 2024 Paris Olympics as neutral athletes, citing a unifying mission during a time of war.Ukraine president Volodymyr Zelenskyy has called to exclude them entirely.https://t.co/R3GKdKwoeK— AP Sports (@AP_Sports) January 25, 2023 Í kjölfar fundarins í gær birti nefndin yfirlýsingu þar sem kom fram að nefndin vilji búa til leið svo íþróttamenn með rússnesk- og hvít-rússnesk vegabréf gætu tekið þátt yrði ákveðnum skilyrðum fylgt eftir. Engum íþróttamanni ætti að vera mismunað sama hvað stæði í vegabréfi þeirra. Skilyrðin fela meðal annars í sér að íþróttamennirnir mega ekki lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ef íþróttamaður lýsir yfir eða hefur lýst yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu þá verður hann útilokaður frá þátttöku í París. Einnig er það skilyrði sett að keppendur séu algjörlega hlutlausir og mega ekki vera fulltrúar Rússlands né nokkurar stofnunar í landinu. Að lokum er það skilyrði sett að rússneskir íþróttamenn þurfa að fylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) í einu og öllu en þeir fengu ekki að keppa undir fána Rússlands á Vetrarólympíuleikunum í Peyongchang eftir að upp komst um víðtækt lyfjasvindl Rússa árið 2015. Selenskí ræddi við Macron Í rökstuðningi sínum nefndi stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar dæmi um íþróttamenn gömlu Júgóslavíu sem fengu að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, þrátt fyrir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu væru í gildi. Það er ekki búist við að þessum fréttum verði tekið með mikilli gleði af stjórnvöldum í Úkraínu. Selenskí forseti ræddi málið við Emanuel Macron Frakklandsforseta á þriðjudag en Macron hjálpaði París að hljóta tilnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar þegar leikunum var úthlutað til Parísar árið 2017. „Ég lagði sérstaka áherslu á að íþróttafólk frá Rússlandi hefðu ekkert að gera á Ólympíuleikana í París,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðilinn Telegram um spjall hans við Macron. Fundur Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær var haldinn í kjölfar samtala meðlima nefndarinnar við fulltrúa ólympíuhreyfingarinnar víðsvegar um heim, forráðamenn íþróttamála í ýmsum löndum sem og fulltrúa íþróttafólks. Þrátt fyrir mótbárur nokkurra aðila í samtölunum, meðal annars frá Úkraínsku ólympíunefndinni, heldur Alþjóðanefndin því fram að góður meirihluti sé fyrir ákvörðuninni á meðal þeirra sem rætt var við. Rússar hafa ekki fengið að keppa undir eigin fána síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 vegna ýmissa brota á lyfjareglum. Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin fundaði í gær og meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins voru þátttökumöguleikar rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Kallað hefur verið eftir því að þeim verði meinuð þátttaka vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, er meðal þeirra sem sagt hefur að rússneskir íþróttamenn ættu ekki að fá að taka þátt en Alþjóðaólympíunefndin hefur nú lýst yfir að hún stefni að því að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að keppa undir hlutlausum fána. The International Olympic Committee says it wants Russians to compete at the 2024 Paris Olympics as neutral athletes, citing a unifying mission during a time of war.Ukraine president Volodymyr Zelenskyy has called to exclude them entirely.https://t.co/R3GKdKwoeK— AP Sports (@AP_Sports) January 25, 2023 Í kjölfar fundarins í gær birti nefndin yfirlýsingu þar sem kom fram að nefndin vilji búa til leið svo íþróttamenn með rússnesk- og hvít-rússnesk vegabréf gætu tekið þátt yrði ákveðnum skilyrðum fylgt eftir. Engum íþróttamanni ætti að vera mismunað sama hvað stæði í vegabréfi þeirra. Skilyrðin fela meðal annars í sér að íþróttamennirnir mega ekki lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ef íþróttamaður lýsir yfir eða hefur lýst yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu þá verður hann útilokaður frá þátttöku í París. Einnig er það skilyrði sett að keppendur séu algjörlega hlutlausir og mega ekki vera fulltrúar Rússlands né nokkurar stofnunar í landinu. Að lokum er það skilyrði sett að rússneskir íþróttamenn þurfa að fylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) í einu og öllu en þeir fengu ekki að keppa undir fána Rússlands á Vetrarólympíuleikunum í Peyongchang eftir að upp komst um víðtækt lyfjasvindl Rússa árið 2015. Selenskí ræddi við Macron Í rökstuðningi sínum nefndi stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar dæmi um íþróttamenn gömlu Júgóslavíu sem fengu að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, þrátt fyrir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu væru í gildi. Það er ekki búist við að þessum fréttum verði tekið með mikilli gleði af stjórnvöldum í Úkraínu. Selenskí forseti ræddi málið við Emanuel Macron Frakklandsforseta á þriðjudag en Macron hjálpaði París að hljóta tilnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar þegar leikunum var úthlutað til Parísar árið 2017. „Ég lagði sérstaka áherslu á að íþróttafólk frá Rússlandi hefðu ekkert að gera á Ólympíuleikana í París,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðilinn Telegram um spjall hans við Macron. Fundur Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær var haldinn í kjölfar samtala meðlima nefndarinnar við fulltrúa ólympíuhreyfingarinnar víðsvegar um heim, forráðamenn íþróttamála í ýmsum löndum sem og fulltrúa íþróttafólks. Þrátt fyrir mótbárur nokkurra aðila í samtölunum, meðal annars frá Úkraínsku ólympíunefndinni, heldur Alþjóðanefndin því fram að góður meirihluti sé fyrir ákvörðuninni á meðal þeirra sem rætt var við. Rússar hafa ekki fengið að keppa undir eigin fána síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 vegna ýmissa brota á lyfjareglum.
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira