Sport

Guð­björg Jóna jafnaði eigið Ís­lands­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðbjörg Jóna jafnaði eigið Íslandsmet í dag.
Guðbjörg Jóna jafnaði eigið Íslandsmet í dag. FRÍ

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, úr ÍR, jafnaði sitt eigið Íslandsmet í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss á Stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll í dag.

Guðbjörg hljóp metrana sextíu á 7,43 sekúndum sem er jöfnun á Íslandsmeti sem hún setti sjálf á síðasta tímabili. Því miður dugir góður árangur Guðbjargar Jónu ekki til að tryggja henni sæti á Evrópumótinu en lágmarkið til að komast inn á mótið er 7,24 sekúndur.

Tiana Ósk Whitworth, einnig úr ÍR, kom í mark á 7,64 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki kom í mark á tímanum 7,70 sekúndur.

Í karlaflokki setti Kolbeinn Höður Gunnarsson mótsmet í 60 metra hlaupi en hann hljóp á 6,72 sekúndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.