Sport

„Þetta verður heimsklassa­leikur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon mun líklega spila mun meira í kvöld en í síðustu tveimur leikjum. 
Ómar Ingi Magnússon mun líklega spila mun meira í kvöld en í síðustu tveimur leikjum.  Vísir/vilhelm

„Ég er bara ferskur núna og er klár í slaginn fyrir leikinn,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.

Ómar spilaði ekkert gegn Suður-Kóreu á dögunum og rúmlega tuttugu mínútur gegn Grænhöfðaeyjum á miðvikudagskvöldið.

Hvíld sem var mjög nauðsynleg fyrir einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Ísland mætir Svíþjóð á þeirra heimavelli í kvöld.

„Þetta verður geggjað og ég hlakka til. Þetta verður heimsklassaleikur og við þurfum að sýna toppframmistöðu. Við þurfum að ná fullkomnum leik, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup og við þurfum að vera góðir á öllum sviðum því við vitum að þeir munu vera það. Þeir eru góðir í öllum stöðum og það er ekkert hægt að slaka á neinstaðar.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ómar í heild sinni.

Klippa: Viðtal við Ómar Inga fyrir leikinn gegn Svíum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×