Sport

Bolt varð fyrir barðinu á svindlara og tapaði hundruðum milljóna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt varð fyrir miklu áfalli þegar hann skoðaði reikninginn sinn í síðustu viku.
Usain Bolt varð fyrir miklu áfalli þegar hann skoðaði reikninginn sinn í síðustu viku. Getty/Alex Davidson

Frjálsíþróttagoðsögnin Usain Bolt varð fyrir barðinu á mjög óheiðarlegum fjárfesti sem virðist hafa komist yfir margar milljónir Bandaríkjadala.

Jamaica Gleaner segir frá þessum slæmu fréttum af peningamálum eins besta frjálsíþróttamanns sögunnar.

Bolt tók eftir óvenjulegri stöðu á fjárfestingareikningum sínum í síðustu viku og í ljós kom að nokkrar milljónir Bandaríkjadala voru horfnar af reikningnum.

Fjármálaeftirlit Jamaíka hefur nú hafið rannsókn á fyrirtækinu sem ber ábyrgð á umsjón með reikningi Bolt.

Fyrirtækið sem um ræðir er Stocks and Securities Limited eða SSL. Umboðsmaður Bolt, Nugent Walker, staðfesti fréttirnar við blaðamann Jamaica Gleaner.

Samkvæmt fyrstu fréttum virðist svo vera að einn starfsmaður fyrirtækisins hafi tekið út pening af reikningi Bolt og það engar smá upphæðir.

Usain Bolt setti skóna upp á hillu eftir heimsmeistaramótið árið 2017. Hann vann átta Ólympíugull á sínum ferli og varð ellefu sinnum heimsmeistari.

Heimsmet hans í hundrað metra hlaupi, 9,58 sekúndur í Berlin 2009, stendur enn þá í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.