Sport

Tuttugu­faldi Ís­lands­meistarinn Guð­mundur snýr aftur eftir ára­tugs pásu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur E. Stephensen mun taka þátt á Íslandsmeistaramótinu í borðtennis í mars.
Guðmundur E. Stephensen mun taka þátt á Íslandsmeistaramótinu í borðtennis í mars. Vísir

Guðmundur Eggert Stephensen mun taka þátt á Íslandsmótinu í borðtennis árið 2023 en hann hefur ekki spilað í áratug. Frá þessu var greint í nýjasta þætti FM95BLÖ á FM957.

„Hann varð Íslandsmeistari 11 ára,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, í þætti dagsins. Guðmundur var svo áfram Íslandsmeistari í einliðaleik í borðtennis næstu tvo áratugina eða allt þangað til spaðinn fór á hilluna.

Guðmundur varð síðast Íslandsmeistari árið 2013. Ásamt titlunum tuttugu þá keppti hann sem atvinnumaður í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Eftir að leggja spaðann á hilluna þá hefur hann ekki keppt í borðtennis og vart komið við spaða, það er þangað til nýlega.

Hringt var í Guðmund í þætti dagsins og þar staðfesti Íslandsmeistarinn fyrrverandi að hann myndi taka þátt á nýjan leik. Íslandsmótið í borðtennis fer fram fyrstu helgina í mars. Hér að neðan má hlusta á brotið úr þættinum þar sem hringt var í Guðmund og hann staðfesti tíðindin.

Klippa: Guðmundur E. Stephensen tekur spaðann af hillunniFleiri fréttir

Sjá meira


×