Lífið

The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Clarkson segir orðin hafa verið tilvísun í þættina Game of Thrones.
Clarkson segir orðin hafa verið tilvísun í þættina Game of Thrones. Getty/England

Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum. 

 „Þegar ég get ekki sofnað þá gnísti ég saman tönnunum og læt mig dreyma um daginn sem [Markle] verður látin ganga nakin um götur allra bæja í Bretlandi á meðan fólk öskrar „Skammastu þín!“ og kastar saur í hana,“ sagði Clarkson meðal annars í pistlinum.

Bresku fjölmiðlanefndinni hefur borist tæplega 21 þúsund kvartanir vegna skrifa Clarkson, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu. The Sun hefur nú beðist afsökunar á því að hafa birt pistilinn.

Fjölmargir fordæmdu pistilinn, þar á meðal Emily Clarkson, dóttir þáttastjórnandans. Grínistinn John Bishop sagði orðin bersýnilega hvetja til ofbeldis gegn konum og leikkonan Kathy Burke sagði að Clarkson væri „andskotans fáviti.“

Nú biðst Jeremy innilegrar afsökunar á orðunum og segir að þau hafi verið léleg tilvitnun í þættina Game of Thrones. Hann kveðst ætla að gæta orða sinna í náinni framtíð og þykir fyrir því að hafa sært fólk.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×