Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 07:00 Stefán Númi Stefánsson er eini íslenski atvinnumaðurinn í amerískum fótbolta. Vísir/Sigurjón Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sjá meira
Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sjá meira