Landsliðsfólk borgar svo leikirnir fáist sýndir á RÚV Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 10:31 Úr landsleik blaklandsliðs Íslands við Belgíu. Vísir/Vilhelm Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir fréttaflutning villandi um kostnað landsliðsfólks í blaki af útsendingum RÚV frá landsleikjum. Afreksfólk í greininni þarf hins vegar að standa straum af eigin afrekum, og útsendingakostnaður RÚV fellur undir það. Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira