Tónlist

Jet Black í Stranglers er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jet Black í Stranglers.
Jet Black í Stranglers. Getty

Enski trommarinn Jet Black, sem var upprunalegur trommari sveitarinnar Stanglers, er látinn, 84 ára að aldri.

Sveitin staðfestir á samfélagsmiðlum að Jet Black, sem hét Brian Duffy réttu nafni, hafi andast á þriðjudag.

Jet Black var á trommarinn í slögurum sveitarinnar á borð við Golden Brown og No More Heroes.

Hann kom síðast fram með sveitinni árið 2015 þegar hann tilkynnti svo að hann myndi leggja kjuðana á hilluna vegna vanheilsu.

Sveitin lýstir honum sem einn af „öldungum“ breskrar tónlistar.

Stranglers var stofnuð í Surrey í Englandi árið 1974 og varð órjúfanlegur hluti af bresku pönk- og nýbylgjusenunni.

Tvö ár eru frá því að hljómborðsleikari sveitarinnar, Dave Greenfield lést, 71 árs að aldri.

Sveitin hefur nokkrum sinnum troðið upp á Íslandi, fyrst árið 1978 og síðast árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×