Sport

Fresta því að á­kveða hvar Ólympíu­leikarnir 2030 fari fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Starfsmaður á Vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína fyrr á þessu ári hreinsar ísinn á milli æfinga keppanda.
Starfsmaður á Vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína fyrr á þessu ári hreinsar ísinn á milli æfinga keppanda. Getty/Michael Kappeler

Loftslagsbreytingar eiga sök á því að við fáum ekki að vita það á næsta ári hvar Vetrarólympíuleikarnir árið 2030 fari fram.

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, tók þá ákvörðun í gær að fresta ákvörðun sinni sem átti að vera tekin á ársþingi IOC á næsta ári.

Alþjóðaólympíunefndin telur að það þurfi að taka meiri umræðu um loftslagsbreytingar og sjálfbærar vetraríþróttir.

Valnefndin lagði þetta til að var orðið við þeirri ósk.

Hlýnandi veður í heiminum hefur vissulega áhrif á mögulega keppnisstaði sem treysta á snjó og frost á meðan leikunum stendur. Óútreiknanlegt veður er líka orðið vandamál á sumum stöðum.

Þrjú framboð hafa sýnt því áhuga að halda Vetrarólympíuleikana eftir átta ár en það eru Salt Lake City í Bandaríkjunum, Sapporo í Japan og Vancouver í Kanada. Öll hafa þau haldið Vetrarólympíuleikana.

Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram Mílanó og Cortina d'Ampezzo á Ítalíu árið 2026.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.