Sport

Gaf þjálfara sínum ó­vart einn á kjammann í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams, fékk heldur betur að kenna á því í gær.
Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams, fékk heldur betur að kenna á því í gær. Getty/Harry How

Titilvörnin hefur ekki gengið vel hjá liði Los Angeles Rams í NFL-deildinni í ár og liðið tapaði í áttunda skiptið á tímabilinu í gær.

Þjálfarinn Sean McVay hefur þurft að glíma við meiðsli lykilmanna og óvíst er hvort að leikstjórnandinn Matthew Stafford spili meira á leiktíðinni vegna ítrekaða höfuðhögga.

Stjörnuútherjinn Cooper Kupp meiddist líka illa á dögunum og spilar líklega ekkert meira á tímabilinu.

Ofan á öll vandræðin, óheppnina og skellina þá fékk McVay sjálfur slæmt högg á hliðarlínunni í tapinu á móti Kanasa City Chiefs í gær.

Það gengur oft mikið á þegar leikmenn eru að skipta inn á og útaf vellinum á milli sókna. Þá gerast oft óhöpp en sjaldnast er það þó hæstráðandi í liðinu sem kemur verst út úr látunum.

Innherjinn Roger Carter lá þá svo mikið á að setja á sig hjálminn og drífa sig inn á völlinn að hann sjá ekki þjálfarann sinn.

McVay vissi ekki fyrr en hann var búinn að fá einn á kjammann frá Carter og þetta var ekki lítið högg eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.