Innlent

Bein út­sending: Hugum að hita­veitunni – Er alltaf nóg til?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9 í dag í Kaldalóni í Hörpu og stendur til um 10:30.
Fundurinn hefst klukkan 9 í dag í Kaldalóni í Hörpu og stendur til um 10:30.

Samorka stendur fyrir opnum fundi um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar undir yfirskriftinni Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til?

Fundurinn hefst klukkan 9 í dag í Kaldalóni í Hörpu og stendur til um 10:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan.

Í tilkynningu frá Samorku segir að jarðhitinn sé stærsti orkugjafi á Íslandi. „Um 60% af allri orku sem notuð er hér á landi er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það eru alls 43 TWst sem er tvöfalt meiri orka en framleidd er af rafmagni.

Notkun á heitu vatni hefur farið vaxandi ár frá ári og hefur hún aukist umfram fjölgun íbúa í landinu og þrátt fyrir framfarir í einangrun húsa. Þessi aukning er mikil áskorun fyrir hitaveiturnar í landinu. Hver er staða hitaveitna um allt land? Geta núverandi nýtingarsvæði mætt þessari aukningu? Hvernig verður þróunin í eftirspurn eftir varma til húshitunar?

Á fundi Samorku segja fulltrúar þriggja hitaveitna frá stöðunni eins og hún blasir við í dag. Þá verður sagt frá jarðvarmaspá til ársins 2060 og hvernig stjórnvöld geta stutt við sjálfbærar hitaveitur um allt land,“ segir í tilkynningunni.

Fram koma:

  • Veitur: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR
  • Selfossveitur: Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri
  • Norðurorka: Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu
  • Orkustofnun: Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri Sjálfbærrar auðlindanýtingar
  • Samorka: Almar Barja, fagsviðsstjóri
  • Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×