„Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 16:01 Kirk Cousins á haus í leiknum um helgina en henni setti svo allt á haus með fagnaðarlátum sínum í flugvélinni á heimleiðinni. AP/Julio Cortez Það er skemmtilegt að vera leikmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni og liðið er líka farið að bjóða upp á frumleg liðsfögn í leikjum sínum. „You like that!!“ frasi leikstjórnandans er á miklu flugi þessa dagana. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum en þar er farið vel yfir síðustu helgi í NFL-deildinni. Strákarir fóru meðal annars yfir þá og þau lið sem átti góða og slæma helgi í deildinni í níundu keppnisviku. Víkingarnir frá Minnesota eru í eina skemmtilegast teiti ársins en liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og er langefst í sínum norðurriðli í Þjóðardeildinni. Vikings liðið vann sjötta leikinn í röð um helgina og er nú meira en fjórum sigurleikjum á undan Green Bay Packers. „Þeir geta ekki hætt að vinna og eru að spila frábærlega undir öryggri leiðsögn Kirk You like that!! Cousins,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Þetta var líka revenge game fyrir Cousins því þetta var fyrsti leikurinn hans í Washington skipti yfir til Minnesota. Þetta var ekkert frábært en eins og oft áður í vetur þá gerði Minnesota bara það sem Minnesota þurfti að gera til þess að loka leiknum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í níundu viku Fagnaðarlæti leikmanna Minnesota Vikings vöktu sérstaka athygli ekki síst fella eins og menn sjá í keilunni. „Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum,“ sagði Henry Birgir. „Það er gaman hjá þessu liði, skaut Andri inn í. „Akkúrat, það er málið. Þetta er eitt skemmtilegasta liðið til þess að vera í þessa dagana. Sjáið stemmninguna inn á vellinum. það eru bros út um allt og allir að peppa hvern annan. Auðvitað hjálpar til að vera vinna þessa leiki,“ sagði Henry. Lokasóknin sýndi svo myndband frá því í flugvélinni á leið heim eftir leikinn en þar var leikstjórnandinn meðal annars kominn úr að ofan. „Þetta er skemmtilegasta partýið í deildinni,“ sagði Henry. Það var samt slæm helgi hjá dómaranum í leiknum en hér fyrir ofan má sjá strákana í Lokasókninni fara yfir góða og slæma helgi manna í NFL-deildinni. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum en þar er farið vel yfir síðustu helgi í NFL-deildinni. Strákarir fóru meðal annars yfir þá og þau lið sem átti góða og slæma helgi í deildinni í níundu keppnisviku. Víkingarnir frá Minnesota eru í eina skemmtilegast teiti ársins en liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og er langefst í sínum norðurriðli í Þjóðardeildinni. Vikings liðið vann sjötta leikinn í röð um helgina og er nú meira en fjórum sigurleikjum á undan Green Bay Packers. „Þeir geta ekki hætt að vinna og eru að spila frábærlega undir öryggri leiðsögn Kirk You like that!! Cousins,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Þetta var líka revenge game fyrir Cousins því þetta var fyrsti leikurinn hans í Washington skipti yfir til Minnesota. Þetta var ekkert frábært en eins og oft áður í vetur þá gerði Minnesota bara það sem Minnesota þurfti að gera til þess að loka leiknum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í níundu viku Fagnaðarlæti leikmanna Minnesota Vikings vöktu sérstaka athygli ekki síst fella eins og menn sjá í keilunni. „Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum,“ sagði Henry Birgir. „Það er gaman hjá þessu liði, skaut Andri inn í. „Akkúrat, það er málið. Þetta er eitt skemmtilegasta liðið til þess að vera í þessa dagana. Sjáið stemmninguna inn á vellinum. það eru bros út um allt og allir að peppa hvern annan. Auðvitað hjálpar til að vera vinna þessa leiki,“ sagði Henry. Lokasóknin sýndi svo myndband frá því í flugvélinni á leið heim eftir leikinn en þar var leikstjórnandinn meðal annars kominn úr að ofan. „Þetta er skemmtilegasta partýið í deildinni,“ sagði Henry. Það var samt slæm helgi hjá dómaranum í leiknum en hér fyrir ofan má sjá strákana í Lokasókninni fara yfir góða og slæma helgi manna í NFL-deildinni. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira