Fótbolti

Chelsea staðfestir að Chilwell missi af HM

Smári Jökull Jónsson skrifar
Chilwell meiddist í leiknum gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.
Chilwell meiddist í leiknum gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni. Vísir/Getty

Chelsea hefur staðfest að Ben Chilwell verði ekki með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Qatar en vinstri bakvörðurinn meiddist í leik gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni.

Chilwell hefur leikið sautján leiki fyrir enska landsliðið og fastlega var búist við því að hann yrði í lokahópi Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands fyrir mótið í Qatar sem hefst síðar í mánuðinum.

Í leiknum gegn Dinamo Zagreb tognaði Chilwell aftan í læri og var strax óttast að þátttaka hans á heimsmeistaramótinu væri í hættu. Nú hefur Chelsea staðfest að meiðsli Chilwell séu það alvarleg að hann geti ekki spilað í Qatar.

„Niðurstöður myndatöku sýna að meiðsli Ben eru alvarleg og því miður er búist við því að hann missi af heimsmeistaramótinu.“

„Ben mun hefja enduhæfingu með læknateymi félagsins,“ segir í yfirlýsingu Chelsea.


Tengdar fréttir

Enginn Son í Katar?

Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.