Sport

Anníe Mist tekur milljónir með sér heim til Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var full ástæða fyrir Annie Mist Þórisdóttir að dansa af gleði eftir uppskeru helgarinnar eins og hún gerði líka samfélagsmiðlum sínum í gær. Einstök keppniskona og gleðigjafi.
Það var full ástæða fyrir Annie Mist Þórisdóttir að dansa af gleði eftir uppskeru helgarinnar eins og hún gerði líka samfélagsmiðlum sínum í gær. Einstök keppniskona og gleðigjafi. Instagram/@anniethorisdottir

Annie Mist Þórisdóttir fór ekki tómheimt frá Texas því Rogue Invitational mótið bauð besta fólkinu upp á glæsilegt verðlaunafé.

Það eru aðeins heimsleikarnir sjálfir sem gefa meira verðlaunafé á íþróttafólkið heldur en mótshaldarar Rogue Invitational.

Anníe Mist stóð sig frábærlega í fyrstu einstaklingskeppni sinni í heilt ár og endaði í öðru sæti mótsins.

Það gaf henni 76.349 Bandaríkjadali í verðlaunafé eða 11,1 milljón í íslenskum krónum.

Sigurvegarinn Laura Horvath vann sannfærandi sigur og vann sér inn 218.868 Bandaríkjadali í verðlaunafé eða 31,8 milljónir í íslenskum krónum.

Anníe Mist fékk næstum því tvöfalt meira en Emma Lawson sem varð þriðja með 40.720 dali í verðlaunafé.

Þetta er annað Rogue Invitational mótið sem Anníe tekur silfrið en hún varð einnig önnur fyrir ári síðan þá aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið brons á heimsleikunum.

Að þessu sinni þá keppti Anníe í liðakeppninni á heimsleikunum en sýndi og sannaði að hún á nóg eftir fyrir einstaklingskeppnina þrátt fyrir að vera á sínum þriðja áratug í keppni.

Björgvin Karl Guðmundsson endaði í sjötta sætinu á mótinu og vann sér með því inn 20.360 Bandaríkjadali í verðlaunafé eða 2,9 milljónir í íslenskum krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×