Lífið

„Lítill naglbítur á leiðinni“

Árni Sæberg skrifar
Vilhelm Anton og Saga sig hafa verið kölluð heitasta listapar landsins um þessar mundir.
Vilhelm Anton og Saga sig hafa verið kölluð heitasta listapar landsins um þessar mundir. Vísir/Sylvía

Listamennirnir Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eiga von á barni. 

„Lítill naglbítur á leiðinni í mars,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá parinu á Instagram.

Þau þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en þau eru betur þekkt undir listamannsnöfnunum Saga Sig og Villi naglbítur.

Parið byrjaði saman árið 2019 og eiga nú von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Vilhelm Anton tvo drengi.


Tengdar fréttir

Heitasta listapar landsins býður í heimsókn

Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.