Bíó og sjónvarp

Leslie Jordan er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leslie Jordan var 67 ára þegar hann lést.
Leslie Jordan var 67 ára þegar hann lést. Getty/Hollywood To You

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

Jordan fór um víðan völl á ferli sínum en hann er best þekktur fyrir hlutverk sín sem Beverly Leslie í Will & Grace og Lonnie Garr í Hearts Afire. Þá lék Jordan nokkur hlutverk í American Horror Story þáttunum. 

Einnig var Jordan gestaleikari í hinum ýmsu þáttum eins og Supernatural, Baby Daddy, Shake It Up og Desperate Houswives.

Jordan varð gífurlega vinsæll á samfélagsmiðlum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar Covid-19 gekk yfir og birti hann þar stutt og skondin myndbönd. Á nokkrum mánuðum fór hann úr því að vera með áttatíu þúsund fylgjendur í 5,8 milljónir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.