„Óttinn við að tapa er hættur að vera yfirgnæfandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. október 2022 20:30 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Höttur vann Þór Þorlákshöfn í 3. umferð Subway deildar-karla 89-91. Þetta var fyrsti sigur Hattar á tímabilinu og var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, afar kátur eftir annan sigurinn á Þór Þorlákshöfn í röð. „Mér er alveg sama á móti hvaða liði ég spila ef við vinnum en ég ætla ekki að vera með hroka og segja að ég væri til í að spila við Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Þeir eru erfiðir og við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn þeim í bikar og núna í deildinni þannig það verður fínt að fá annað lið í næstu viku sem er Tindastóll,“ sagði Viðar Örn aðspurður hvort hann væri til í að mæta Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Viðar var afar ánægður með varnarleikinn og baráttuna hjá sínu liði sem að hans mati stóð upp úr. „Mér fannst varnarleikurinn og fráköst hjá okkur. Þeir hittu úr erfiðum skotum í lokin og ég var ánægður með mína menn sem kláruðu þetta. Það er að verða til meiri þekking og við erum að verða stærri í okkur að fara að sækja sigra í stað þess að óttinn við tap er yfirgnæfandi.“ Þór Þorlákshöfn var þremur stigum yfir í hálfleik og lenti Höttur í villuvandræðum og Viðar hrósaði þeim sem komu inn af bekknum. „Við fengum margar villur á okkur í öðrum leikhluta þar sem þeir fóru snemma í bónus sem reyndist okkur erfitt á tímabili. Það var gott að fá Benna slátrara í leikinn til að berja á gamla maninnum þeirra sem gekk vel. “ Viðar var ánægður með þriðja leikhluta þar sem vörn Hattar var góð og heimamenn gerðu aðeins ellefu stig. „Vörnin var góð í þriðja leikhluta. Þegar þetta smellur þá erum við flottir og við þurfum bara að setja saman lengri kafla og byggja á því sem við viljum standa fyrir. Við náðum að sýna meira af því en áður og þetta kemur með blessaða kalda vatninu.“ Viðar sagði léttur að lokum að áran yfir blaðamanni hafi gert herslumuninn á lokamínútunum í leiknum. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira
„Mér er alveg sama á móti hvaða liði ég spila ef við vinnum en ég ætla ekki að vera með hroka og segja að ég væri til í að spila við Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Þeir eru erfiðir og við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn þeim í bikar og núna í deildinni þannig það verður fínt að fá annað lið í næstu viku sem er Tindastóll,“ sagði Viðar Örn aðspurður hvort hann væri til í að mæta Þór Þorlákshöfn í hverri viku. Viðar var afar ánægður með varnarleikinn og baráttuna hjá sínu liði sem að hans mati stóð upp úr. „Mér fannst varnarleikurinn og fráköst hjá okkur. Þeir hittu úr erfiðum skotum í lokin og ég var ánægður með mína menn sem kláruðu þetta. Það er að verða til meiri þekking og við erum að verða stærri í okkur að fara að sækja sigra í stað þess að óttinn við tap er yfirgnæfandi.“ Þór Þorlákshöfn var þremur stigum yfir í hálfleik og lenti Höttur í villuvandræðum og Viðar hrósaði þeim sem komu inn af bekknum. „Við fengum margar villur á okkur í öðrum leikhluta þar sem þeir fóru snemma í bónus sem reyndist okkur erfitt á tímabili. Það var gott að fá Benna slátrara í leikinn til að berja á gamla maninnum þeirra sem gekk vel. “ Viðar var ánægður með þriðja leikhluta þar sem vörn Hattar var góð og heimamenn gerðu aðeins ellefu stig. „Vörnin var góð í þriðja leikhluta. Þegar þetta smellur þá erum við flottir og við þurfum bara að setja saman lengri kafla og byggja á því sem við viljum standa fyrir. Við náðum að sýna meira af því en áður og þetta kemur með blessaða kalda vatninu.“ Viðar sagði léttur að lokum að áran yfir blaðamanni hafi gert herslumuninn á lokamínútunum í leiknum.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira