Tónlist

Stærstu poppstjörnur landsins kvaddar í herinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Suður-kóreska sveitin BTS.
Suður-kóreska sveitin BTS. Getty

Poppstjörnurnar í suður-kóresku hljómsveitinni BTS hafa verið kvaddar í herinn munu á næstunni sinna herskyldu í suður-kóreska hernum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni hljómsveitarinnar en um nokkurt skeið hefur orðrómur gengið um að poppstjörnurnar í bandinu, sjö karlmenn á sem nálgast fertugsaldur, myndu fá undanþágu frá herskyldu. Lögum samkvæmt skulu allir suður-kóreskir karlmenn á aldrinum 18-29 ára sinna herskyldu í tvö ár.

Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu fengið að fresta herskyldu þar til þeir yrðu að minnsta kosti þrítugir. Elsti meðlimur hljómsveitarinnar, Jin, er 30 ára að aldri. Hann mun hefja undirbúning fyrir herskyldu í næsta mánuði. Í tilkynningunni segir að allir meðlimir, þar á meðal sá yngsti sem er 24 ára, muni slá til núna og ganga í herinn. 

Herskyldunni hefur verið fylgt eftir síðustu ár aðallega vegna ógnandi tilburða grannríkis þeirra, Norður Kóreu. Vopnahlé er enn í gildi frá Kóreustríðinu sem geisaði árin 1950-1953. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×