Belgarnir komu jafnir í mark eftir að hafa hlaupið í 101 klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 08:28 Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert ræða hér við Laz Lake. Youtube Keppni í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupi er lokið og endaði með að tveir settu heimsmet. Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46