Belgarnir komu jafnir í mark eftir að hafa hlaupið í 101 klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 08:28 Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert ræða hér við Laz Lake. Youtube Keppni í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupi er lokið og endaði með að tveir settu heimsmet. Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Sjá meira
Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Sjá meira
Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46