„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur Snorri Másson skrifar 14. október 2022 07:33 Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku. Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings. Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings.
Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16