Tónlist

„Meira shit“ frá Issa

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Issi flytur lagið sitt Meira Shit í beinni.
Tónlistarmaðurinn Issi flytur lagið sitt Meira Shit í beinni. Aðsend

Tónlistarmaðurinn Issi tók lagið sitt Meira Shit í beinni útsendingu í seríu frá útvarpi 101 og Stúdíó Sýrlandi sem ber nafnið 101 sessions.

Í seríunni tekur efnilegt tónlistarfólk lagið í beinni í Stúdíó Sýrlandi og er verkefnið hugsað til að efla íslenskt tónlistarfólk og hjálpa þeim að koma sér enn betur á framfæri.

Hér má sjá flutning Issa:

Blaðamaður tók púlsinn á Issa og fékk að heyra nánar frá laginu.

Hvernig var að taka lagið upp í Sýrlandi?

Það var mjög nice, væri til í að gera það aftur einhvern tímann. 

Hvað er framundan?

Þetta lag sem þið voruð að heyra er eitt af fjórum lögum sem ég gaf út í júní. Í september var ég með nýtt lag í mixi og masteringu hjá Jóhannesi Bjarkasyni í London. Lagið heitir Bízt, kemur út næsta föstudag og er pródúserað af Glazer og Stebbz sem eru pródúser kings frá Akureyri. Annars ætla ég bara að halda áfram að græða pening, stofna félag og fara hart þangað til ég leyfi mér að njóta.

Ef þú mættir velja hvaða tónlistarmann sem er til að vinna með, hver yrði fyrir valinu?

Erfitt val, en í stóru myndinni myndi ég líklegast velja Lil Baby eða Drake. 


Tengdar fréttir

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

russian.girls taka lagið í beinni

Annað myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu tekur hljómsveitin russian.girls lagið Hundrað í hættunni í beinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×