West Ham innbyrti sinn annan sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Scamacca kom West Ham á bragðið í dag.
Scamacca kom West Ham á bragðið í dag. vísir/Getty

Eftir þrjá leiki í röð án sigurs tókst West Ham að koma sér aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Afar lítið hefur verið skorað í leikjum beggja liða til þessa í ensku úrvalsdeildinni en í dag opnaði Ítalinn Gianluca Scamacca markareikninginn með marki eftir hálftíma leik.

Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jarrod Bowen forystuna fyrir heimamenn og tókst lærisveinum David Moyes að sigla sigrinum heim.

West Ham lyfti sér upp í fimmtánda sæti deildarinnar og hefur liðið sjö stig eftir átta leiki. Wolves með sex stig í átjánda sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira