Tónlist

Landsmenn minnast Prins Póló

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar

Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 

Það er auðséð að Svavar og hans tónlist hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum og hefur Vísir tekið saman nokkrar færslur sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum Svavari til heiðurs. 

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson segir Svavar hafa verið kallaðan Mozart á sínu heimili.

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto lýsir yfir sorg sinni vegna andláts Svavars og kallar hann „okkar allra besta.“

Það er ekki bara tónlist Svavars sem lifir áfram heldur líka plaköt sem hann hannaði og seldi. 

Arnar Eggert Thoroddsen, kennari og fjölmiðlamaður með meiru minnist Svavars. 

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno biður fólk um að hlæja og syngja „fyrir elsku prinsinn.“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra minnist Svavars og segir París norðursins vera eitt af sínum uppáhalds lögum. 

Hér má sjá Svavar flytja lagið „París norðursins“ á KEX hostel. 


Tengdar fréttir

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×