Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 14:14 Eins og sjá má varð mikið tjón á svæðinu. Kristján Ingimarsson Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð. Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira