Sport

Ri­hanna mun stíga á stokk í hálf­leiks­sýningu Ofur­skálarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rihanna og barnsfaðir hennar.
Rihanna og barnsfaðir hennar. Shareif Ziyadat/Getty Images

Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári.

Ofurskálin er úrslitaleikur NFL-deildarinnar ár hvert. Hálfleikssýningin er orðin jafn merkileg og leikurinn sjálfur. Nú hefur verið staðfest að hin 34 ára gamla Rihanna muni syngja en hún er vinsælasta söngkona heims undanfarin ár. 

Venjan er að tónlistarfólk, í fleirtölu, stigi á stokk en í úrslitaleik Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals á þessu ári sameinuðu Eminem, Dr. Dre, Snoop Dogg, 50 Cent, Mary J. Blige og Kendrick Lamar krafta sína. 

Taylor Swift var í umræðunni og hver veit nema hún mæti einnig til leiks. Það verður einfaldlega að koma í ljós en sem stendur er öruggt að Rihanna mun þenja raddböndin á State Farm-vellinum í Arizona þann 12. febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.