„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:27 Snarvitlaust veður er víðsvegar á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent